Donata H. Bukowska er kennsluráðgjafi í málefnum nemenda með annað móðurmál en íslensku í Kópavogi.
Hún hefur aðsetur í Álfhólsskóla og til hennar er hægt að leita með tölvupósti.
Helstu málaflokkar sem hún veitir ráðleggingar um eru :
- Kennsluaðferðir og leiðir í kennslu
- Móðurmálskennslu og brúarsmíði á milli tungumála
- Námsefni í íslensku sem öðru máli
- Skipulag íslensku sem annars tungumáls á einstökum stigum grunnskóla sem tekur mið af
aldri, þroska og þörfum nemenda - Hæfniviðmið í íslensku fyrir nemendur með ólíkan bakgrunn og sem koma úr ólíku
málumhverfi og finna leiðir til að meta getu nemenda í íslensku (námsmat og
námsmatsaðlögun). - Undirstöðu nemandans í eigin tungumáli, læsi og námsgetu
- Gerð einstaklingsnámsskráa
- Móttöku og innritun nemenda
- Mikilvægi foreldrasamstarfs
- Menningaráföll og samfélagsaðlögun
- Fyrirkomulag túlkaþjónustu
- Skólaþjónustu sem getur verið í boði á móðurmáli nemandans.
Hafið samband við Donötu með netfanginu donatah-b@kopavogur.is