Um vefinn

Velkomin á vef Kópavogs um fjölmenningu og íslensku sem annað mál.

Hér höfum við safnað saman heimatilbúnu námsefni og öðrum upplýsingum sem nýtast þeim sem vinna með börnum og unglingum með annað móðurmál en íslensku.
Mikið af efninu höfum við sjálfar útbúið en svo fengum við leyfi frá henni Helgu Hauksdóttur hjá Fræðslusviði Akureyrar til að birta efni frá henni og Ólöf Kristín Knappet Ásgeirsdóttir deildi einnig með okkur verkefnum sinum um 150 algengustu orðmyndir og fyrir það erum við afar þakklátar. Emilia Mlynska hefur einnig verið svo vinsamleg að deila með okkur efni sem hún hefur útbúið fyrir pólska nemendur og fyrir það þökkum við.
Við höfum jafnframt fengið einstaka verkefni frá kennurum sem hafa verið svo góðir að deila með okkur en þau verkefni eru merkt höfundum. Við tökum glaðar við verkefnum ef einhverjir fleiri vilja deila.

Vefurinn er einungis hugsaður sem efnisveita en fréttir  og tilkynningar verða birtar á facebook-síðunni Fjölmenning og íslenska sem annað mál í Kópavogi.

Við erum bara rétt að byrja og nýtt efni mun bætast við á næstunni.

Umsjón með vefnum hefur Hekla Hannibalsdóttir, verkefnastjóri á grunnskóladeild menntasviðs Kópavogs 

Hægt er að hafa samband með því að senda línu: hekla@kopavogur.is

Kennsluráðgjafi Menntasviðs Kópavogs í málefnum barna með annað móðurmál en íslensku er Aðalheiður Diego Hjálmarsdóttir.
Mögulegt er að óska eftir ráðgjöf bæði í tölvupósti á netfangið adalheidurdh@kopavogur.is og í síma 441 2805