Kennsluráðgjafi

Aðalheiður Diego Hjálmarsdóttir er kennsluráðgjafi í málefnum nemenda með annað móðurmál en íslensku í Kópavogi.
Hún hefur aðsetur á skrifstofu Kópavogsbæjar og til hennar er hægt að leita með tölvupósti á netfangið adalheidurdh@kopavogur.is .

Helstu málaflokkar sem hún veitir ráðleggingar um eru :

  • Móttaka og innritun erlendra nemenda
  • Kennsluaðferðir og leiðir í kennslu

  • Námsefni í íslensku sem öðru máli

  • Skipulag íslensku sem annars tungumáls á einstökum stigum grunnskóla sem tekur mið af aldri, þroska og þörfum nemenda
  • Stöðumat og undirstaða nemandans í eigin tungumáli, læsi og námsgetu
  • Gerð einstaklingsnámsskráa

  • Mikilvægi foreldrasamstarfs

  • Menningaráföll og samfélagsaðlögun

  • Fyrirkomulag túlkaþjónustu