Spjaldtölvur

Vefsíða spjaldtölvuverkefnis Kópavogs

Spjaldtölvur og íslenska sem annað tungumál.

Fimm auðveldar hugmyndir sem ganga upp í öllum námsgreinum:

1.     Að nota myndavélina til að skrásetja hugtök í öllum greinum. Sé verið að vinna með hugtök í stærðfræði eins og stærri en, minni en, þríhyrningur, trapisa o.s.frv. þá er frábært að nemandinn fái hugtökin á íslensku og eigi að taka ljósmynd af því sem um ræðir. Þetta gildir um allar námsgreinar.

2.     Myndband, að taka myndband og þá af sjálfum sér þar sem viðkomandi nemandi talar íslensku eða útskýrir eitthvað tiltekið á íslensku. Svona verkefni má nota í öllum námsgreinum.

3.     Garageband (er í öllum spjaldtölvum). Nemandinn notar upptökubúnaðinn og tekur upp tal. Þar getur hann lesið íslenskan texta sem dæmi og þar með æft framburð. Með sama hætti getur hann æft sig í samtölum og tekið upp viðtal. Síðan skilar nemandinn hljóðskrá til kennara. Verkefnið hentar í allar námsgreinar.

4.     BookCreator (smáforrit keypt af Kópavogsbæ), forritið býður uppá að búa til margmiðlunarrafbók. Þar er hægt að setja inn tal, myndbönd, einfaldar ljósmyndir, YouTube-myndbönd og texta svo eitthvað sé nefnt. Í öllum námsgreinum er hægt að virkja BookCreator. Sé nemandinn að læra um trúarbrögð getur hann því aflað heimilda og slegið inn texta, hann getur talað inn upplýsingar, hann getur tekið upp myndband og sett inn sem og hann getur nýtt myndband af YouTube til að útskýra betur viðfangið. Svona verkefni gæti verið frábært fyrsta verkefni, þ.e. að búa til rafbók um sitt eigið líf, fjölskyldu, heimaland, siði og trúarbrögð. Þannig gefst kennurum tækifæri til að skilja nemandann og setja sig betur í spor hans.

5.     Google translate og snara.is. Þegar nemandi kemur í skóla Kópavogs eru til staðar tvö úrræði sem hjálpa kennurum við að koma skilaboðum til nemenda. Allir skólar Kópavogs eru nettengdir sem og opið er fyrir aðgengi að snara.is. Þessa tvo vefi ætti hiklaust að nýta til samskipta og í gegnum spjaldtölvuna.